top of page
Flugi aflýst
Þegar flugi er aflýst, eiga farþegar rétt á flugbótum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, sem ráðast af lengd flugsins og aðstæðum. Flugfélagið ber einnig ábyrgð á að bjóða annað hvort fulla endurgreiðslu farmiða eða tryggja annan flutning á áfangastað farþegans. Auk þess er flugfélaginu skylt að sjá farþegum fyrir máltíðum og drykkjum á meðan beðið er. Einnig ber þeim að útvega gistingu ef þörf er á og tryggja flutning milli flugvallar og gististaðar ef það á við. Reglurnar eiga þannig að tryggja að farþegar fái nauðsynlega þjónustu þegar flugi er aflýst og að þeir fái flugbætur í samræmi við reglur.
bottom of page